Þrifahönd á Skagaströnd

      

 

Ágætu Skagstrendingar!

Nú vorar sem óðast eftir síðbúið vorhret og senn líður að sjómannadegi. Það er því kominn tími til að taka til hendinni og þrífa til eftir veturinn. Höfðahreppur býður þá þjónustu

að koma með bíl þriðjudaginn 6. júní nk.til að hreinsa upp rusl sem sett verður út fyrir lóðamörk.

Til að nota þá þjónustu þarf að hafa samband við

Ágúst í síma 899 0895 eða Þröst í síma 892 2933

 fyrir hádegi á þriðjudag og greina frá hvaða rusl eigi að taka.

 

 

Sveitarstjóri