Þrifahönd á Skagaströnd

 

Þrifahönd á Skagaströnd

 

 

Ágætu Skagstrendingar!

Nú vorar sem óðast og senn líður að sjómannadegi. Það er því kominn tími til að taka til hendinni og þrífa eftir veturinn.

 

Laugardaginn 30. maí er skorað á íbúa að taka sig til og hreinsa bæði hjá sér og í sínu nánasta umhverfi.

 

Endurvinnslustöðin verður opin kl 13.00 -17.00 og ekkert gjald tekið fyrir þann úrgang sem berst þennan dag.

 

Fulltrúar í sveitarstjórn munu taka á móti þeim sem koma á endurvinnslustöðina kl 15.00-17.00 og bjóða upp á grillaðar pylsur eða annað góðgæti.

 

Þeir sem ekki hafa búnað til flutninga geta óskað eftir kerruþjónustu hjá áhaldahúsi í síma 774 5427.

 

Mánudaginn 1. júní verður haldinn íbúafundur um umhverfismál – Hann verður auglýstur sérstaklega.

 

Sveitarstjóri