Þrifahönd á Skagaströnd

 

Ágætu Skagstrendingar!

Nú vorar sem óðast og senn líður að sumri. Það er því kominn tími til að taka til hendinni og þrífa eftir veturinn.

 

Laugardaginn 27. maí er skorað á íbúa að taka sig til og hreinsa bæði hjá sér og í sínu nánasta umhverfi.

 

Endurvinnslustöðin verður opin kl 13.00 -17.00 og ekkert gjald tekið fyrir þann úrgang sem berst þennan dag.

 

Sveitarstjóri