Þúfnapex í Hólaneskirkju

Tríóið Þúfnapex sem er skipað ungu fólki úr Skagafirði hefur að undanförnu haldið aðventutónleika við góðar undirtektir.

Mánudagskvöldið 19. desember n.k. verða þau með tónleika í Hólaneskirkju og hefjast þeir klukkan 20.30.

Þar munu þau flytja ljúf lög sem systkinin Elly og Vilhjálmur sungu sem og ýmis jólalög og verður um að ræða notalega og ljúfa kvöldstund.

Tónleikarnir eru í boði Minningarsjóðsins um

hjónin frá Garði og Vindhæli.

Aðgangur ókeypis - allir velkomnir