Þungt færi innanbæjar

Vegna snjóþunga er færi innanbæjar fremur þungt. Unnið er að mokstri bæði á aðalgötu og við íbúðarhúsnæði og verður gert fram eftir degi á meðan veður leyfir.

Mikilvægt er að sýna aðgát þar sem viðbragðsaðilar eru lengur á milli staða en ella sökum færðar. Á þessari hátíð ljósa er því sérstaklega brýnt að fara varlega með eld og rafmagnstæki sem geta valdið eldsvoða.

Sveitarstjóri