Tilboð opnað í endurbyggingu Skagavegar

Vegagerðin opnaði tilboð 4. júní sl. í endurbyggingar Skagavegar frá gatnamótum Skagastrandarvegar að Harrastöðum. Um er að að ræða 3,68 km kafla sem verða lagðir bundnu slitlagi og skal útlögn klæðningar lokið fyrir 1. september 2013. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar var 47,3 milljónir en eini bjóðandi í verkið, Skagfirskir verktakar ehf.,bauð 44,8 milljónir sem er 94,8% af áætlun.