Tilboð óskast í urðun á Sölvabakka

Verkfræðistofan Efla, f.h. Norðurár bs. óskar tilboða í verkið Urðunarstaður á Sölvabakka. 

Helstu magntölur eru:

  • Gröftur og tilfærsla jarðvegs 380.000 rúmmetrar.
  • Dúkþéttingar 14.000 fermetrar.
  • Lagnir 1.500 metrar.
  • Vegfylling 15.000 rúmmetrar.
  • Girðing 2.000 metrar.

Útboðsgögn fást á skrifstofu Eflu hf. verkfræðistofu, Suðurlandsbraut 4a frá og með miðvikudeginum 21. apríl 2010 gegn greiðslu kr. 5.000 í peningum og skráningu á samskiptaaðila bjóðanda í útboði.

Opnun tilboða verður 6. maí 2010, kl 14:00 í Ráðhúsi Skagafjarðar, Skagfirðingabraut 21, Sauðárkróki. 

Fyrir hönd Norðurár bs. Efla verkfræðistofa

Sími 412 6000

www.efla.is  efla@efla.is