Tilkynning frá HSN vegna árlegrar inflúensubólusetningar

Árleg inflúensubólusetning á HSN Blönduósi og Skagaströnd 2020

Bólusett verður eftirfarandi daga, bóka þarf tíma á heilsugæslu í síma 432-4100
20. október Aldraðir/Áhættuhópar Blönduós og Skagaströnd
22. október Aldraðir/Áhættuhópar Blönduós
23. október Almennir Blönduós

Vegna covid-19 eru skjólstæðingar sem mæta á heilsugæslur HSN beðnir um að vera með grímu við komu á heilsugæsluna og hafa hana á sér bæði í biðstofu og annarsstaðar innan stofnunarinnar. Gæta skal að því að mæta á þeim tíma sem bókað er og fylgja 2 metra reglunni.

Sóttvarnalæknir mælist til að eftirtaldir áhættuhópar njóti forgangs við inflúensubólusetninu:

  • Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
  • Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum.
  • Heilbrigðisstarfsmenn sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.
  • Þungaðar konur.

Vakin er athygli á því að ofangreindir áhættuhópar eiga rétt á bóluefninu sér að kostnaðarlausu en greiða þarf komugjald skv. reglugerð nr.225/2018.

Þeir sem eru að velta fyrir sér með bólusetningu gegn lungnabólgu eru beðnir að panta hana um leið og pantað er í inflúensubólusetningu.

Bólusetning gegn inflúensu veitir allt að 60–70% vörn gegn sjúkdómnum. Jafnvel þótt bólusettur einstaklingur fái inflúensu eru allar líkur á því að sjúkdómurinn verði vægari en ef hann væri óbólusettur.

Að gefnu tilefni er minnt á að einstaklinga má bólusetja jafnvel þó inflúensufaraldur sé hafinn því einungis tekur um 1-2 vikur að mynda verndandi mótefni eftir bólusetningu“