Tilkynning frá RARIK
Vegna vinnu í aðveitustöð okkar við Laxárvatn verður keyrt á varafli frá Skagaströnd til Blönduóss þann 11. nóvember n.k. frá kl. 20:00 til kl. 11:00 þann 12. nóv. Viðskiptavinir eru beðnir um að fara sparlega með rafmagn meðan á varaaflskeyrslu stendur. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528-9000. Kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof