Tilkynning frá Skólafélaginu Rán

Heil og sæl

 

Þá er loksins komið að hinni langþráðu vetrarsamkomu Garginu sem einkennist af söng og gleði nemenda og annarra viðstaddra.

 

Gera má ráð fyrir að um salinn ómi helstu gleði- og hamingjusöngvar sem þekkjast á þessum hluta landsins.

 

Er það einlæg ósk okkar að sem flestir gefi sér tóm til að mæta.

 

Gleðin hefst í Fellsborg kl 18:00 þriðjudaginn 4. desember.

Léttar veitingar verða í boði.

Aðgangseyrir er 500 kr

 

Skólafélagið Rán