Tilkynning frá skólastjórnendum

Í ljósi samkomubanns hefur verið tekin ákvörðun um að hafa starfsdag í Höfðaskóla mánudaginn 16. mars 2020 svo starfsfólk geti skipulagt skólastarfið sem best á því tímabili sem takmörkunin nær til og undirbúið breytingar sem eru óhjákvæmilegar.

 
Starfsfólk, foreldrar og forráðamenn nemenda eru beðnir um að fylgjast vel með tilkynningum sem munu berast í tölvupóstum næstu daga.
 
Rétt er að taka fram að enn hefur ekkert smit verið staðfest á Norðurlandi. Nú skiptir öllu máli að við höldum ró okkar og fylgjum fyrirmælum landlæknis og Almannavarna. Með því að gera það leggjum við okkar af mörkum.
 
Skólastjórnendur