Togarinn Arnar

Togarinn Arnar HU 1 kom til hafnar á Skagaströnd sunnudaginn 23. apríl með 582 tonn af frystum afurðum sem er um 1070 tonn upp úr sjó. Áætlað aflaverðmæti er 145 milljónir. Um 2/3 aflans er ufsi en annað er ýmsar bolfisktegundir. Þessi farmur Arnars er með því mesta sem skipið hefur komið með að landi bæði í tonnum talið og verðmætum en verðmæti sjávarafla hefur aukist mjög að undanförnu vegna stöðu íslensku krónunnar. Reiknað er með að Arnar haldi aftur til veiða laugardaginn 29. apríl