Tölvunámskeið

Að undanförnu hefur staðið yfir 20 tíma tölvunámskeið fyrir

heldri borgara  á Skagaströnd og í Skagabyggð.

Námskeiðið var haldið í tengslum við félagsstarfið

í Fellsborg á máunudögum og fimmtudögum til að fólkið

þyrfti ekki að koma sér ferð á námskeiðið. 

 

15 manns skráðu sig í byrjun en 10 manns luku því og eiga

þau  að geta bjargað sér á netinu og í ritvinnslu nú að því loknu.  Námskeiðinu lauk síðasta fimmtudag,  4. apríl , og þá komu

Bryndís K. Þráinsdóttir og Jóhann Ingólfsson frá Farskólanum

og afhentu fólkinu skýrteini sín til staðfestingar á náminu. 

 

Leiðbeinandi á námskeiðinu var Ólafur Bernódusson en hann er

í hlutastarfi hjá Farskólanum.

 

Á myndinni er hluti hópsins með leiðbeinandanum.

Auk þeirra sem eru á myndinni luku  Valgeir Karlsson,

Matthías Auðarson, Jón Ólafur Ívarsson og

Guðrún Guðbjörnsdóttir námskeiðinu.