Tölvunámskeið fyrir 55+

Tölvunámskeið fyrir 55 ára og eldri var haldið í tölvuveri skólans á Skagaströnd. Alls sóttu 11 námskeiðið sem var samtals 24 kennslustundir. Flestir þeirra sem námskeiðið sóttu höfðu lítið eða ekkert unnið á tölvu og miðaðist þessi fyrsta nálgun við að fólk næði tökum á að vinna með tölvumús, lærði að nota lyklaborð og fengi grunnþjálfun í notkun algengustu forrita ss. ritvinnslu og að fara á internetið. Námskeiðið þótti takast mjög vel og nemendur mjög áhugasamir. Leiðbeinandi á námskeiðinu var Dagný Rósa Úlfarsdóttir.