Tónleikar Brother grass í Kántrýbæ í kvöld

Hljómsveitin Brother grass verður með tónleika í Kántrýbæ í kvöld, 23. júlí, og hefjast  þeir kl 21.
 
Hljómsveitin Brother Grass varð til síðla sumars 2010 þegar Hildur, Sandra, Soffía og Ösp ákváðu að halda saman bluegrass tónleika. Þær fengu til liðs við sig gítarleikarann Örn Eldjárn, bróður Aspar, til að spila með sér á litlum tónleikum 25. ágúst 2010 og þá var ekki aftur snúið! Hafa þau tínt til ýmis bluegrass og suðurríkjalög og útsett í eigin stíl, þar sem þvottabali, gyðingaharpa og víbraslappi koma meðal annars við sögu.
Tónlist þeirra er bræðingur af Bluegrass, Blues, Folk, Gospel og Old Time Mountain Hillbilly Music.