Tónleikar í Bjarmanesi

Tónleikar verða í kaffihúsinu Barmanesi laugardaginn 23. júlí kl. 21:00. Karl Hallgrímsson syngur á eigin lög og texta sem meðal annars er að finna á nýútkominni plötu hans sem nefnist „Héðan í frá“.

Karl hefur fengið frábæra dóma fyrir plötu sína. í Fréttablaðinu sagði gagnrýnandi:

Þetta er gæðagripur í sígildum íslenskum poppstíl. Heðan í frá verður að gera ráð fyrir Karli Hallgrímssyni [...] Niðurstaða: Blús- og þjóðlagaskotið íslenskt popp frá hæfileikaríkum nýliða.

Á Rás2 segir dr. Gunni:

Karl syngur vel með sinni viðkunnalegu röddu.

Og þess má að auki geta að „Héðan í frá“ var valin íslenksa plata vikunnar á Rás2 í lok maí.