Tónleikar í Blönduóskirkju

Kvennakórinn Sóldís heldur tónleika í Blönduóskirkju þriðjudaginn 13. mars næstkomandi og hefjast þeir klukkan 20:30. Söngskráin er fjölbreytt með alþjóðlegum blæ, en kórinn syngur á tíu tungumálum. Söngstjóri er  Sólveig S. Einarsdóttir, undirleikari er Rögnvaldur Valbergsson.

Miðaverð 2000 krónur.
Ath. kort ekki tekin.