Tónleikar í Hólaneskirkju

Kirkjukórar Hólanes- og Sauðárkrókskirkju  ætla að sameina krafta sína í Hólaneskirkju á morgun  fimmtudag 11. maí kl 20:30. Kórarnir munu flytja létt og skemmtileg lög og Hugrún Sif Hallgrímsdóttir mun syngja einsöng.

Stjórnendur eru Rögnvaldur Valbergsson og Hugrún Sif Hallgrímsdóttir.

Komið og eigið með okkur notalega kvöldstund.

Enginn aðgangseyrir.