Tónleikar í Hólaneskirkju.

Tónleikar verða haldnir í Hólaneskirkju föstudagskvöldið 18. október

2013 og hefjast þeir klukkan 20:30.

 

Tónleikarnir bera nafnið Laxnes og ljúflingslög og eru flytjendur

listafólkið Arnhildur Valgarðsdóttir píanóleikari, Íris Dögg Gísladóttir,

fiðluleikari, Gunnhildur Davíðsdóttir söngkona og Særún

Harðardóttir sópransöngkona.

 

Fyrri hluti tónleikanna er helgaður nóbelskáldinu Halldóri Laxnes.

Arnhildur og Særún flytja lög við texta skáldsins úr bókinni

Heimsljós og tengja ljóðin við bókina með upplestri milli laga.

 

Í síðari hluta tónleikanna verða flutt létt og leikandi lög sem allir

þekkja.

 

Tónleikarnir eru í boði

Minningarsjóðsins

um hjónin frá Garði og Vindhæli