Tónleikar í kirkjunni á fimmtudagskvöldið

„Tónleikar verða í Skagastrandarkirkju fimmtudaginn 25. júní, kl. 20:30

Úr vestursýslunni koma Mundi og Hrabbý með gítar og trillandi söngrödd að vopni. Þau ætla að flytja fáein fislétt lög, úr öllum áttum, flest í rólegri kantinum.

Notaleg kvöldstund (ekkert rafmagn), nálægð við tónleikagesti, gagnvirk skemmtun.

1500 kall inn, frítt fyrir 12 ára og yngri. Enginn posi.

Tónleikarnir eru styrktir af Menningarráði Norðurlands vestra.“

Tilkynning frá tónlistarmönnunum.