Tónleikarnir Stúlkan með lævirkjaröddina

Tónleikar tileinkaðir skagfirsku dægurlagasöngkonunni Erlu Þorsteinsdóttur verða haldnir í Kántrýbæ miiðvikudagskvöldið 18. ágúst, kl. 21. Nefnast þeir Stúlkan með Lævirkjaröddina.

Flytjendur eru Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm söngur og þverflauta, Yngvi Rafn Garðarsson Holm, gítarar, Tómas Jónsson,  hljómborð, Sigurður Ingi Einarsson, trommur, og Valgeir Einarsson bassi.

Listamennirnir munu flytja sömu dagskrá víðar, t.d. á eftirfarandi stöðum; Græna hattinum á Akureyri fimmtudagskvöldið 19 ágúst, Hótel Mælifell á Sauðárkróki föstudagskvöldið 20 ágúst, menningarnótt í Reykjavík stóra sviðinu við Óðinstorgi kl 18, bæjarhátíðin Í túninu heima, hátíðarsviðið kl 21 laugardag 28 ágúst ásamt Baggalút og Ingó og Hafdísi Huld, Bæjarleikhúsinu Mosfellsbæ föstudag 3 september, Café Rósenberg sunudag 5 september og Reykjadal í Mosfellsbæ fimmtudag 9 sptember.

Allir tónleikarnir hefjast kl 21.00 miðinn kostar 1500 kr