Tónleikum frestað

Tónleikum hljómsveitarinnar Mannakorns sem vera áttu í kvöld í Kántrýbæ er frestað vegna veðurs.

Þótt veður á Skagaströnd sé enn skaplegt er ekki ferðaveður um landið og því er áður auglýstum tónleikum hljómsveitarinnar frestað. Rætt hefur verið um þann möguleika að tónleikarnir verði kl 17 á sunnudag en það er enn ófrágengið.

Þegar fyrir liggur hvenær hljómsveitin heldur tónleika sína á Skagaströnd verður það auglýst m.a. á www.skagastrond.is