Tónlistarhátíðin Gæran

 

verður haldin fimmta árið í röð í húsakynnum Loðskinns á Sauðárkróki, dagana 14. - 16. ágúst 2014.

 

Eftir skort á rafmagni í morgun og frameftir degi er nú brostið á mikið stuð á Sauðárkróki. Rafmagnsguðirnir brostuð við okkur og við erum þess vegna hætt við að hætta við sólóistakvöldið. Tónlistarhátíðin Gæran 2014 hefst því með miklum látum á slaginu 21:00 í kvöld á skemmtistaðnum Mælifelli. Húsið opnar kl. 20:00 og það kostar 1.000kr inn. Kynnir kvöldsins verður sjónvarpskonan Hilda Jana Gísladóttir.

 

Það eru rúmlega 100 hæfileikaríkir tónlistarmenn sem skipa þau 24 tónlistaratriði sem koma fram á hátíðinni. Þar á meðal eru heitustu nöfn dagsins í dag ásamt stærstu nöfnum morgundagsins. Sauðárkrókur iðar af lífi þegar Tónlistarhátíðin Gæran stendur yfir og er þetta upplifun sem engin má missa af!

 

Dagskrá hátíðarinnar:

 


Fimmtudagur:

Fúsi Ben & Vordísin

Val-kirja

Joe Dubius

Bergmál

Hlynur Ben

 

 

 

 

 

 

 

 

Föstudagur:

20:00 Una Stef

20:30 Sjálfsprottin Spévísi

21:00 Klassart

21:30 Johnny and the rest

22:00 Boogie Trouble

22:30 The Bangoura Band

23:00 Myrká

23:30 Himbrim

24:00 Úlfur Úlfur

 

Laugardagur:

20:00 Sunny Side Road

20:30 Kiriyama family

21:00 Skúli Mennski

21:30 Beebee and the bluebirds

22:00 Kvika

22:30 Rúnar Þóris

23:00 Nykur

23:30 Reykjavíkurdætur

00:00 Dimma

00:30 Mafama


 

Húsið opnar kl. 19:00 og tónleikarnir hefjast klukkustund síðar. Við minnum á að það er 18 ára aldurstakmark á hátíðina en yngri tónlistarunnendur eru velkomnir í fylgd með foreldri/forráðamanni, 12 ára og yngri fá frítt inn.

 

Miðasala er hafin á midi.is og í Gestastofu Sútarans á Sauðárkróki og kostar einungis 6.500kr inn á hátíðina. Hægt er að kaupa sig inn á stakt kvöld (fös&lau) á staðnum á 4.000kr.

 

            

 

Bestu kveðjur frá Sauðárkróki!

Laufey Kristín s. 823 8087

Sigurlaug Vordís s. 618 7601