Tónlistarskóli Austur - Húnvetninga 50 ára

Í haust eru liðin 50 ár frá því að Tónlistarskólinn tók til starfa og af því tilefni ætlum við að blása til veislu á báðum starfsstöðvum skólans. 

Á Blönduósi þriðjudaginn 16. nóvember kl 15:00 - 18:00

Á Skagaströnd miðvikudaginn 17. nóvember kl 15:00 - 18:00

Boðið verður upp á afmælisköku sem og létt tónlistaratriði báða dagana kl 15:00, 16:00 og 17:00.

 

Verið velkomin!

Nemendur og starfsfólk Tónlistarskólans