Trésmiðjan sendir bústað til Dalvíkur

Trésmiðja Helga Gunnarssonar sendi frá sér enn eitt húsið í gærkvöldi. Það er bústaður sem unnið hefur verið að frá því í mars.

Hann er tvílyftur, svefnloft er á efri hæðinni, alls 66 fermetrar og þar að auki verður verönd fyrir framan húsið, hluti hennar er yfirbyggður. Grunnflöturinn er 6x13,5 ferm.

Bústaðurinn er heilsárshús og var fluttur til Dalvíkur þar sem hann var settur á sinn grunn. Myndirnar voru teknar þegar húsið var flutt frá Skagaströnd.