Tvítenging ljósleiðara á Skagaströnd hefur nú verið tryggð!

Tvítenging ljósleiðara á Skagaströnd hefur nú verið tryggð!

Þetta er gríðarlega stór og mikilvægur áfangi fyrir öryggi samfélagsins – bæði fyrir Skagaströnd og Norðurland vestra í heild. Með þessu eflist ekki aðeins rekstraröryggi fjarskipta heldur einnig grundvöllur atvinnulífs, þjónustu og daglegs lífs íbúa.

Ég vil færa innviðaráðherra, starfsfólki ráðuneytisins og starfsfólki Öryggisfjarskipta innilegar þakkir fyrir faglega, vandaða og skilvirka vinnu við verkefnið.

Ég er jafnframt afar þakklát og stolt af því að verkefnið hafi orðið hvati að landsátaki um tvítengingu ljósleiðara í byggðalögum sem búa við sambærilegar aðstæður víðs vegar um landið. Um er að ræða mikilvægt almannaheillamál og öryggi sem allir landsmenn eiga að njóta.

Enn og aftur – takk og innilega til hamingju Norðurland vestra!

Fréttatilkynningu Stjórnarráðsins má sjá hér