Umf. Fram á Goðamóti

Hópur stráka frá Umf. Fram tók þátt í Goðamótinu sem haldið var á Akureyri 10. - 12. mars sl. Þeir kepptu í D-riðli en mótið var haldið fyrir 5. flokk. Hópurinn sem mætti til leiks voru 10 ungir kappar þar sem 8 voru frá Skagaströnd og 2 frá Blönduósi.  Skemmst er frá því að segja að liðið vann alla leiki sína nema úrslitaleikinn sem það tapaði gegn öflugu liði Breiðabliks. Lið Umf. Fram náði því öðru sæti í sínum riðli. Þarna var öflugt lið og góður liðsauki frá Blönduósi.