Umferðartafir á Þverárfjalli

Fréttatilkynning  

Búast má við töluverðum töfum á umferð um Þverárfjall á tímabilinu frá kl. 17:00 – 23:00 í dag fimmtudaginn 29. ágúst vegna fjárrekstur um Norðurárdal, nánar tiltekið frá Þverá niður að Skrapatungurétt, en smölun þessi fylgir í kjölfarið á óveðursviðvörun Veðurstofu fyrir Norðurland nk. föstudag og laugardag.

 

Vegfarendum er vinsamlegast bent á að fara um Vatnsskarð í staðinn.

 

Blönduósi, 29. ágúst 2013

 

Bjarni Stefánsson, lögreglustj. á Blönduósi og Skagafirði