Kæru íbúar
Fimmtudaginn 8. maí kl. 16:00 - 18:00 ætlum við að taka saman höndum og týna rusl í bænum okkar.
Við ætlum að hittast í áhaldahúsinu þar sem skipað verður í leitir (ruslaleitir) og afhentir pokar. Allir sem vettlingi geta valdið, fullorðnir sem börn, eru hvattir til að koma og taka þátt.
Margar hendur vinna létt verk.
Við óskum eftir bílum/fjórhjólum með kerru til að taka þátt. Börn eru á ábyrgð fullorðinna.
Endum svo daginn saman og fögnum góðu verki með grilli á Hnappstaðatúni kl. 18:00. Pulsur og gos í boði.
Gerum fallega staðinn okkar enn fallegri.
Helena Mara, Sigríður Björk og Gígja Heiðrún.