Umhverfisstjóri ráðinn til Höfðahrepps

Ágúst Þór Bragason hefur verið ráðinn sem umhverfisstjóri og yfirmaður tæknideildar Höfðahrepps. Ágúst Þór hefur undanfarin ár starfað hjá Blönduósbæ og hefur því góða reynslu af verklegum framkvæmdum sveitarfélaga og þekkir ágætlega til sveitarstjórnarmála sem starfandi bæjarfulltrúi á Blönduósi. Hann hefur undanfarin ár veitt íbúum á Skagaströnd ýmsa þjónustu við gróður og garða og er öllum hnútum kunnugur í því efni. Hann mun hefja störf í byrjun apríl n.k.