Umhverfisverðlaun Skagastrandar

Í vor var ákveðið að efna til umhverfisverðlauna sveitarfélagsins og voru íbúar hvattir til þess að taka saman höndum við fegrun bæjarins. Það gekk heldur betur framar vonum og skartaði Skagaströnd sínu fegursta í sumar. Meðlimir í Soroptimistaklúbbnum við Húnaflóa sem skipuðu dómnefndina voru á ferðinni í sumar og tóku út herlegheitin. Eftirfarandi viðurkenningar voru veittar:

 

Snyrtilegasta og best hirta gatan: Ránarbraut / Hallbjörg Jónsdóttir og Sigurjón Ingólfsson íbúar á Ránarbraut 19

Snyrtilegasta/fallegasta garðinn: Bogabraut 13 / Ingibergur Guðmundsson og Signý Ósk Richter

Snyrtilegasta fyrirtækið: Salthús Gistiheimili Einbúastíg 3 / Hrafnhildur Sigurðardóttir

 

 

Innilega til hamingju og takk fyrir ykkar framlag til fegrun bæjarins.