Umsókn um stuðning vegna dreifnáms veturinn 2016-2017

 Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagastrandar hefur samþykkt reglur um stuðning við nemendur í dreifnámi FNV á Blönduósi. Kostnaðarþátttaka sveitarfélagsins byggist á því sjónarmiði að styðja þurfi við ferðir nemenda sem stunda námið frá heimili sínu á Skagaströnd.Umsóknafestur um kostnaðarþátttöku er til 7. desember vegna haustannar og gert ráð fyrir að greiðslur verða framkvæmdar fyrir 20. desember enda liggi fullnægjandi gögn fyrir.Hér með er auglýst eftir umsóknum og bent á umsóknareyðublað á heimasíðunni undir "Eyðublöð"


Sveitarstjóri