Umsóknir í vaxtarsaming Norðurlands vestra

Auglýst hefur verið eftir umsóknum um stuðning frá Vaxtarsamningi Norðurlands vestra. Til greina koma verkefni sem unnin eru í samvinnu tveggja eða fleiri aðila og er sérstaklega hvatt til uppbyggingar samstarfs í anda klasa.

Verkefnin lúta að öðru hvoru:

  • Rannsóknum og menntun
  • Menningu og ferðaþjónustu

Umsóknir sendist fyrir 15. mars nk. til Vaxtarsamnings Norðurlands vestra, Faxatorgi 1, 550 Sauðárkróki.

Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar er að finna á vef SSNV, www.ssnv.is og hjá starfsmanni sjóðsins, Hjördísi Gísladóttur, Faxatorgi 1 á Sauðárkróki. Síminn hjá henni er 455 7931 og 893 8277.