Umsóknir í vaxtarsamning Norðurlands

Nú, þegar almenningur og fyrirtæki eru hvött til að horfa fram á veginn og láta ekki deigan síga þrátt fyrir erfiðleika í efnahagslífinu, er ekki úr vegi að minna á að nú hefur öðru sinni verið auglýst eftir umsóknum um stuðning frá Vaxtarsamningi Norðurlands vestra.

 

Markmið samningsins eru að efla atvinnulíf og þekkingu innan

Húnavatns- og Skagafjarðarsýslna.

 

Styrkhæf verkefni skulu annars vegar lúta að rannsóknum og menntun, eða ferðaþjónustu og menningu hins vegar. Samstarf tveggja eða fleiri aðila er skilyrði fyrir styrkveitingu.

 

Umsóknarfrestur er til 20. nóvember nk. Nánari upplýsingar er að finna á vef SSNV og hjá starfsmanni sjóðsins, hjordis.gisladottir@ssnv.is