Undirbúningur í Stekkjarvík gengur vel

Framkvæmdir við gerð nýs urðunarstaðar í landi Sölvabakka ganga vel. Héraðsverk hefur að undanförnu unnið að efnisflutningum úr fyrirhuguðu urðunarhólfi með stórum beltagröfum og svokölluðum „búkollum“. 

Grafið hefur verið niður á um 7 m dýpi en fullnaðardýpi í hólfinu verður um 20 m frá landyfirborði. Afköst í verkinu hafa verið með ágætum og hafa efnisflutningar verið á bilinu 8 – 12.000 m3 á dag. Efnisflutningar í heild eru um 390 þús. m3. 

Á fundi stjórnar Norðurár bs 28. júlí var ákveðið að taka upp nafnið Stekkjarvík í stað þess að kenna urðunarstaðinn við bæinn Sölvabakka. Stekkjarvík er örnefni á víkinni rétt vestan við urðunarhólfið.