Unglistasýning á Skagaströnd

Nokkur ungmenni sem hafa í vor og sumar unnið í myndlistaklúbbi á vegum félagsmiðstöðvarinnar á Skagaströnd opnuðu sýningu á verkum sínum sunnudaginn 20. júlí sl. í gamla Kaupfélagshúsinu. Alls sýna 12 ungmenni verk sín á og kalla sýninguna "KISA KISA, mjá, mjá - ÓJÁ". Verkin á sýningunni eru unnin með mismunandi tækni og myndefnið fjölbreytt. Leiðbeinandi og helsti hvatamaður að sýningunni er Davíð Örn Halldórsson sem hefur haft umsjón með unglingastarfi sl. vetur. Sýningin verður opin mánudaginn 21. júlí og þriðjudaginn 22. júlí kl. 19,00 - 22,00