Unnið við gatnaframkvæmdir

Vinnu við malbikun götu á milli hafnarvogar og Fiskmarkaðar lauk í gær. Malbikinu var keyrt frá Akureyri og kom vinnuflokkur þaðan sem vann við útlagningu malbiksins. Í þessum áfanga voru lagt um 100 tonn en stefnt er að frekari malbikun síðar í sumar þegar malbikunarstöðin verður staðsett á Sauðárkróki. Fiskmarkaðurinn er að flytja í nýja aðstöðu og er verið að leggja lokahönd á frágang við skrifstofu- og þjónustuálmu Fiskmarkaðsins og verður þá öll starfssemi hans í sama húsi.