Uppákomur á öskudag

Furðuverur dagsins sýndu ýmis skemmtileg tilþrif við söng og spil á öskudegi. Ungir Skagastrendingar fóru ótroðnar slóðir og bættu nokkrir upp sönginn með gítarspili. Íklæddir á ýmsa vegu mættu tónlistarmenn framtíðarinnar og létu sér ekki muna um að skemmta starfsfólki á hreppsskrifstofunni og hlutu að sjálfsögðu góðgjörning að launum. Grímuballið verður haldið í Fellsborg á fimmtudag milli kl. 19.00-21.00 og eru allir hvattir til að mæta í grímubúningum.