Uppeldi til ábyrgðar - uppbygging sjálfsaga

Námskeið um nýja nálgun í uppeldi og kennslu barna og unglinga var haldið á vegum Fræðsluskrifstofunnar þann 26. september s.l. í félagsheimilinu Ásbyrgi Laugarbakka.

Aðferðin sem kynnt var heitir „Uppeldi til ábyrgðar - uppbygging sjálfsaga.“ Hugmyndin byggir á að þroska siðferðisvitund nemenda og kenna þeim að breyta rétt, án utanaðkomandi umbunar eða refsingar. Þátttakendur fengu kynningu á kostum þess að nota þessa nálgun í skólastarfi.
Ítarlegra námskeið um hvernig virkja á þessa hugmyndafræði í starfi  skólanna verður haldið í Höfðaskóla í nóvember. Fjörutíu og fimm starfmenn grunn- og leikskóla Húnavatnssýslna og Borðeyri sóttu kynninguna.

Mynd: Þátttakendur og  Leiðbeinandi.