Uppistand á Skagaströnd

Kaffi Bjarmanes

föstudag 27. júlí kl. 21:30

FRÍTT INN

Rökkvi Vésteinsson verður með um 30 mínútna uppistand þar sem allt fær að flakka, enda þekktur fyrir að vera sérstaklega hömlulaus grínisti. Rökkvi hefur verið með uppistönd í 7 löndum á 4 tungumálum og hefur komið fram í öllum landshlutum Íslands. Árið 2006 sigraði hann í fyrstu umferð af Great Canadian Laugh Off keppninni í Kanada. Rökkvi er ekki síst þekktur fyrir video á netinu, meðal annars þar sem hann hleypur niður Laugaveginn í Borat sundskýlu, auk uppistandsmyndbanda og grínlaga.