Upplýsinga- og fræðslufundur skólastjóra Grunnskólanna

 Þann 26. september lögðu skólastjórar Grunnskóla Húnavatnssýslna land undir fót og heimsóttu  Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Tilgangur ferðarinnar var að hitta Birnu Sigurjónsdóttur, sérfræðing á menntasviði, og hlýða á hana útskýra hvernig staðið er að ytra og innra mati á skólastarfi grunnskóla borgarinnar.

Í nýjum lögum um grunnskóla er enn meiri áhersla en áður lögð á mikilvægi mats á skólastarfi.

Þátttakendur héldu margs fróðari af fundinum  og telja sig betur í stakk búna að framfylgja lagaákvæðum nýrra grunnskólalaga.

 

Mynd: Skólastjórar Húnavatnssýslna á fundi í Reykjavík