Upplýsingar um mynd vikunnar

 

 

Samkvæmt upplýsingum frá Aðalbjörgu Hafsteinsdóttur, Ara E. Jónssyni og Eygló Gunnarsdóttur eru konurnar á myndinni þær Ásta Brynhólfsdóttir (f.1912 - d.1997) til vinstri en hún var gift Alfreð Kristjánssyni (f. 1920). Þau komu bæði frá Hrísey. Þau hjón áttu eina kjördóttur Sigurveigu (f.1951) og er hún í fangi móður sinnar. Konan hægra megin við séra Pétur er Sigurlaug Helgadóttir (f.1916 -d. 2009) sem var gift Gunnari Grímssyni (f.1907 -d.2003) en hann var kaupfélagsstjóri á Skagaströnd um einhver ár. Kjörsonur þeirra er Gunna Gauti (f. 1952) dýralæknir og er það hann sem er í fangi móður sinnar. Myndin var að öllum líkindum tekin 1952 við skírn þeirra Sigurveigar og Gunnars Gauta.

Ljósmyndasafnið þakkar þeim Aðalbjörgu, Ara og Eygló kærlega fyrir hjálpina.