Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi

 

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi var haldin fimmtudaginn 23. október síðastliðinn.

Að þessu sinni var ferðinni heitið í Austur-Húnavatnssýslu og tóku heimamenn vel á móti gestunum sem voru yfir 100 ferðaþjónustuaðilar frá öllu Norðurlandi.


Meðal staða sem hópurinn sótti heim var Hótel Blönduós, Heimilisiðnaðarsafnið  þar sem við kynntumst Halldóru Bjarnadóttur, Textílsafnið sem skartaði refli um Vatnsdælu sem er enn í vinnslu. Spákonuhof tók vel á móti gestum á Skagaströnd, og  þar bauð svo  nýi veitingastaðurinn Borgin hópnum heim. Laxasetur Íslands og Ísgel fræddi gestina um starfsemina og áður en kvöldið var úti heimsóttu gestir Eyvindarstofu og þáðu þar góðar veitingar og glæsilega sundlaug Blönduósbúa.

Austur Húnavatnssýslur  hafa mikið upp á að bjóða og ekki náðist að kanna alla þá fjölbreyttu þjónustu og afþreyingu sem þar er á einum degi.


Að lokum var svo snæddur kvöldverður í félagsheimilinu á Blönduósi og dansað við undirleik Geirmundar Valtýssonar fram á nótt. Eins og venja er á uppskeruhátíð sem þessari, veitti Markaðsstofan viðurkenningar sem voru eftirfarandi:

 

Viðurkenningu fyrir Sprota ársins fékk Spákonuhof á Skagaströnd og veitti Dagný Marín Sigmarsdóttir viðurkenningunni móttöku. Sproti ársins er veittur eftirtektarverðri nýjung á Norðurlandi.

 

 Viðurkenningu sem fyrirtæki ársins fékk Bílaleiga Akureyrar - Höldur en þessi viðurkenning er veitt til fyrirtækis sem hefur skapað sér stöðu á markaði og hefur unnið að stöðugri uppbyggingu, vöruþróun og nýsköpun. Við viðurkenningunni tók Þórdís Bjarnadóttir bókunarstjóri fyrirtækisins.

 

 Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður Hlíðarfjalls hlýtur viðurkenningu fyrir ötul störf í þágu ferðaþjónustu á Norðurlandi. Guðmundur Karl tók við stöðu forstöðumanns Hlíðarfjalls árið 2000 og hefur unnið að krafti að því að byggja upp Hlíðarfjall sem vinsælasta skíðasvæði landsins.

 

Frábær dagur í alla staði.