Upptökubraut fyrir smábáta tekin í notkun

Nýbyggð upptökubraut fyrir smábáta var tekin í notkun í dag mánudaginni 8. desember þegar Bylgja RE 77 var dregin á land um brautina. Brautin var byggð núna í vetur og er unnin í samstarfi Skagastrandarhafnar og Siglingastofnunar. Með tilkomu hennar batnar aðstaða eigenda smábáta til mikilla muna þar sem miklu öruggara og þægilegra verður að sjósetja og taka á land báta í vögnum. Um er að ræða 15 m langa og 5 m breiða steypta braut sem var byggð af Trésmiðju Helga Gunnarssonar. Samhliða byggingu hennar var gengið frá fyllingu og grjótvörn á svæðinu kringum brautina. Það verk ásamt fyllingu undir brautina var unnið af þeim Víðimelsbræðrum, Jóni og Sveini Árnasonum sem voru verktakar við sjóvarnir á Skagaströnd og Blönduósi