Úrslit í flugeldapotti 2005

Björgunarsveitin Strönd og UMF. Fram voru með árlega flugeldasölu sína fyrir áramótin og seldust allar flugeldabirgðir upp. Að venju var dregið úr potti en þeir sem versluðu fyrir 15.000 krónur eða meira komust í pottinn. Það var svo lokahnikurinn á flugeldasölu ársins að afhenda vinningshafanum verðlaunin sem var að sjálfsögðu vegleg flugeldaveisla. Vinningshafi árins 2005 var Jón Heiðar Jónsson, en hann hefur stutt duglega við flugeldasöluna í gegnum árin. Flugeldasalan er ein mikilvægasta fjáröflun félaganna og þakka þau veittan stuðning í gegnum árin.