Úrslit í opna Fiskmarkaðsmótinu í golfi

Opna Fiskmarkaðsmótið í golfi var haldið á Háagerðisvelli, Skagaströnd, föstudaginn 17. júní  sl. Mótið er fyrsti hluti svokallaðar Norðvesturþrennu golfklúbbanna á Skagaströnd, Blönduósi og Sauðárkróki. 

Alls tóku 36 keppendur þátt í mótinu. Sterkur austlægur vindur var meðan á keppninni stóð og setti hann sitt mark á árangur keppenda. Úrslit urðu sem hér segir:

Kvennaflokkur án forgjafar
1. Árný Árnadóttir GSS 93 högg
2. Sigríður Elín Þórðardóttir GSS 93 högg
3. Guðrún Ásgerður Jónsdóttir GÓS 95 högg

Karlaflokkur án forgjafar
1. Brynjar Bjarkason GÓS 83 högg
2. Einar Einarsson GSS 85 högg
3. Jón Jóhannsson GÓS 87 högg

Punktakeppni með forgjöf
1. Kristján Blöndal Jónsson GÓS 33 punktar
2. Einar Einarsson GSS 32 punktar
3. Sigríður Elín Þórðardóttir GSS 30 punktar