Úrslit Opna Fiskmarkaðsmótsins á Skagaströnd

Laugardaginn 20. júní var Opna Fiskmarkaðsmótið haldið á golfvellinum á Skagaströnd en mótið var jafnframt minningarmót um Karl Berndsen.

Keppendur voru um 40 frá 9 golfklúbbum víðsvegar af landinu. Leiknar voru 18 holur í blíðskaparveðri.

Úrslit í kvennaflokki án forgjafar:

1. Árný Lilja Árnadóttir GSS  83 högg

2. Guðrún Ásgerður Jónsdóttir GÓS 91 högg

3. Sigríður Elín Þórðardóttir GSS 92 högg.


Úrslit í karlaflokki án forgjafar:

1. Brynjar Bjarkason GSS 78 högg

2. Pétur Már Pétursson GG 84 högg

3. Guðmundur Þór Árnason GSS 85 högg.


Úrslit í punktakeppni:

1. Steini Kristjánsson GA 40 punktar

2. Sigríður Elín Þórðardóttir GSS 36 punktar

3. Jóhanna Guðrún Jónasdóttir GÓS 35 punktar.


Aðalstyrktaraðili mótsins var Fiskmarkaður Íslands hf.