Úrslitin í ljósmyndasamkeppni Skagastrandari

Tuttugu myndir eftir fjórtán ljósmyndara hafa nú verið settar upp á Hnappstaðatúni í miðbæ Skagastrandar. Þær eru niðurstaða dómnefndar ljósmyndasamkeppninnar sem Sveitarfélagið Skagaströnd efndi til í júní undir kjörorðinu „Skagaströnd í nýju ljósi“.

Sýningin var formlega opnuð í dag og við það tækifæri flutti oddviti sveitarstjórnar, Adolf H. Berndsen, tölu og kynnti úrslitin. Hann og Magnús B. Jónsson, sveitarstjóri, afhentu síðan vinningshöfunum viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna.

Þeir ljósmyndarar sem hlutskarpastir urðu eru eftirtaldir:

  • Arnar Ólafur Viggósson
  • Árni Geir Ingvarsson, 2 myndir
  • Ásdís Árnadóttir
  • Guðbjörg Viggósdóttir
  • Guðlaug Grétarsdóttir
  • Helena Mara
  • Herdís Þ. Jakobsdóttir
  • Hjalti Reynisson
  • Ólafur Bernódusson, 3 myndir
  • Saga Lind Víðisdóttir, 2 myndir
  • Signý Ósk Richter
  • Sigurbjörg B. Berndsen
  • Silfá Sjöfn Árnadóttir, 2 myndir
  • Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, 2 myndir

Allar myndirnar í ljósmyndasamkeppninni má sjá á vef Ljósmyndasfns Skagastrandar. Slóðina er að finna hér.

Í dómnefnd keppninnar voru valdir þrír valinkunnir menn sem ekki búa á Skagaströnd. Þeir eru Jón Sigurðsson, umboðsmaður TM og ljósmyndari, Skarphéðinn H. Einarsson, skólastjóri, og Snorri Gunnarsson, ljósmyndari. 

Dómnefndin fékk  ekki að vita nöfn ljósmyndaranna fyrr en úrslit lágu fyrir. Í ljósi þess vekur athygli að hjónin Árni Geir Ingvarsson og Herdís Þ. Jakobsdóttir eiga þrjár myndir á sýningunni og ekki nóg með það, tvær dætur þeirra eiga líka myndir, Ásdís á eina og Silfá Sjöfn á tvær. Önnur skrýtin tilviljun er sú að hjónin Hjalti Reynisson og Guðlaug Grétarsdóttir eiga hvor sína myndina í úrslitum.