Ursula Árnadóttir vígð

Á sunnudaginn var, þriðja sunnudag aðventu, vígði sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson sr. Úrsúlu Árnadóttur til þjónustu á Skagaströnd. Athöfnin fór fram í Hólakirkju.

 

Til altaris þjónaði sr. Hjörtur Pálsson. Vígsluvottar voru sr. Gísli Gunnarsson, sr. Sigríður Gunnarsdóttir, sr. Hildur Inga Rúnarsdóttir og sr. Guðni Þór Ólafsson, prófastur í Húnavatnsprófastsdæmi, sem lýsti vígslu.


Það var kór Hóladómkirkju sem söng við athöfnina en organisti var Jóhann Bjarnason.

 

Séra Úrsúla hyggst flytja búferlum frá Akranesi yfir hátíðirnar og hefur störf þann 1. janúar á Skagaströnd.