Útboð á stækkun urðunarstaðar

Mánudaginn 23. júlí 2012 voru opnuð tilboð í verkið  „Urðunarstaður Stekkjarvík Blönduósbæ – stækkun“ Tvö tilboð bárust í verkið. Lægstbjóðandi var Ingileifur Jónsson ehf. sem bauð 36.615 þús. en Skagfirskir verktakar ehf. buðu 36.800 þús. Kostnaðaráætlun var 25.829 þús. Tilboð í verkið voru því 142% miðað við kostnaðaráætlun.

Verkið er fólgið í stækkun urðunarhólfs í Stekkjarvík til að gera mögulegt að taka við sláturúrgangi og öðrum lífrænum úrgangi til urðunar. Um er að ræða gröft og tilfærslu 35.000 rúmmetra jarðefna og mótun á sérstöku urðunarhólfi ásamt frágangi siturlagna. Verklok eru 31. ágúst 2012 og gert ráð fyrir að hægt verði að taka á móti úrgangi frá sláturhúsum í haust.

Byggðasamlagið Norðurá bs. rekur urðunarstaðinn Stekkjarvík og stendur að framkvæmdunum.